Styttra hlaupið (15,5 km) hefst í u.þ.b. 200 m hæð á þjóðveginum á Bjarnarfjarðarhálsi við norðanverðan Steingrímsfjörð, u.þ.b. 2 km ofan við bæinn Bassastaði. Þaðan liggur leiðin eftir jeppaslóða inn á sunnanverða Trékyllisheiði. Eftir u.þ.b. 8,5 km er komið inn á hlaupaleiðina norðan úr Trékyllisvík, (sjá leiðarlýsingu lengra hlaupsins). Þar er beygt til suðurs og hlaupið sömu leið og í lengra hlaupinu, niður í Selárdal og að skíðaskálanum þar sem hlaupið endar. Kort af leiðinni má finna á https://www.strava.com/routes/2788049304730665954.