Fjarðarhlaupið verður haldið, laugardaginn 17.ágúst kl 10:00. Vegalengdir og gjaldskrá í Fjarðarhlaupinu: Barnahlaup ætlað 10 ára og yngri, ekkert þátttökugjald. 5/10 km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 4.000 kr. 18 km, fjallahlaup 12 ára og eldri, 8.000 kr. (innifalinn akstur í start frá Ólafsfirði) 32 km, fjallahlaup 17 á
Við tókum stórt skref frá Fjarðarhlaupinu 2022 á árinu 2023 og buðum upp á fjallahlaup frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og höldum sama striki á árinu 2024. Ræst verður frá Sigló Hótel og hlaupið sem leið liggur inn Hólsdal í Siglufirði og upp í Hólsskarð. Þar er stefnan tekin niður Ámárdal, niður í Héðinsfjörð að Héðinsfjarðargöngum. Þá er stefnan sett á Víkurdal yfir Rauðskörð og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls um 34 km löng. Farið yfir tvo fjallgarða sem báðir eru í um 700 m hæð yfir sjó.