Event Information

 Holmavik, Iceland
12 August 2023

Trekyllisheidin 2023

Utanvegahlaup á Trékyllisheiði á Ströndum

Trail run on Trekyllisheidi in Strandir region in the Westfjords

Trekyllisheidin Ultra

ITRA Points
2
Mountain Level
  2
Finisher Level
  400
National League

Course details

 Race Date: 2023/08/12
 Start Time: 10:00:00
 Participation: Solo
 Distance: 48.40
 Elevation Gain: +1150
 Elevation Loss: -1140
 Time Limit: 8:0:0
 Number of Aid Stations: 4
 Number of Participants: 100
 
 

About the Race

Lengsta hlaupið (48 km) hefst við félagsheimilið í Árnesi í Trékyllisvík. Þaðan er hlaupið eftir malarvegi (Þjóðvegi 643, Strandavegi) til norðvesturs, um 3 km leið. Þegar komið er fram hjá bænum Melum er beygt til vinstri inn á jeppaveg (Ófeigsfjarðarveg) sem liggur yfir Eyrarháls áleiðis í Ingólfsfjörð. Um það bil sem komið er upp á háhálsinn (um 2,3 km frá Strandavegi, um 200 m hækkun) er beygt til vinstri inn á torfæran slóða sem liggur til að byrja með í suður og suðvestur inn á Trékyllisheiði. Hlaupið er fyrir norðan fjallið Glissu og á þeim kafla fer leiðin hæst, eða í rúmlega 500 m.y.s. Eftir 13,2 km hlaup er komið á hæð norðvestan við Glissu og þar er fyrsta drykkjarstöðin á leiðinni. Eftir u.þ.b. 18 km er tekin vinstri beygja vestan við Reykjarfjarðarvatn og hlaupið suður með Búrfelli austanverðu nálægt brúnum inn af Reykjarfirði, m.a. yfir vatnslitlar ár sem þar eru (Mjóadalsá, Breiðadalsá og Óveiðisá). Við Búrfellsvatn sunnan við Búrfell er drykkjarstöð nr. 2. Þangað eru um 25,6 km frá rásmarkinu. Eftir þetta liggur leiðin áfram suður hina eiginlegu Trékyllisheiði, þar sem jeppaslóðum er fylgt lengst af. Sunnantil á heiðinni, eftir u.þ.b. 34 km, liggur leiðin yfir Goðdalsá sem getur verið vatnsmikil í leysingum og í vætutíð. Vakt verður við ána til að tryggja að allir komist klakklaust yfir. Þar er drykkjarstöð nr. 3. Við 40 km markið liggur leiðin fram hjá vegamótum. Þangað liggur jeppaslóði af Bjarnarfjarðarhálsi, þaðan sem keppendur í 16,5 km hlaupinu koma inn á aðalleiðina. Þar er fjórða drykkjarstöðin. Eftir það hallar vötnum mjög til Steingrímsfjarðar. Komið er niður í Selárdal skammt frá eyðibýlinu Bólstað, vaðið yfir Selá (með aðstoð eftir þörfum) og endaspretturinn tekinn inn dalinn að skíðaskálunum á Brandsholti, þar sem hlaupið endar. Kort af leiðinni má finna á https://tracedetrail.fr/en/trace/trace/167645. Hlaupið er viðurkennt af ITRA (International Trail Running Association) og gefur 2 ITRA-punkta og 2 fjallapunkta. Hlaupið hefur einnig verið samþykkt sem UTMB Qualifying Race í 50 km flokknum, sem þýðir að það eykur möguleika á þátttöku í UTMB hlaupaseríunni.

Trekyllisheidin Ultra (48K) is the longest version of Trekyllisheidin, starting in one of the two most remote and isolated communities in Iceland, Árneshreppur, inhabited by only 42 people according to the latest records. You might travel up there by yourself, but otherwise just take the bus, provided be the organizers. The race starts at the local community house in Árnes in Trékyllisvík. From there, the route follows a gravel road for the first couple of miles, but after that, the runners start the ascend to the mountains, following a rough super-jeep trail, north of Mt. Glissa to the first drinking station after 13 km. After that the route turns to the south, passing lake Reykjarfjarðarvatn and Mt. Búrfell. After some 34 km, the route crosses Goðdalsá river (and the second drinking station). At the 40 km mark the route meets the trail of Trekyllisheidin mini (see below), whith a third drinking station. After that the runners start the descent to Steingrímsfjörður, down to Selárdalur valley where they cross river Selá and take the final sprint to the goal at the ski hut at Brandsholt. From there it is only 16 km drive (or run) towards south to the swimming pool and hot tubs in Hólmavík village – or 21 km towards east to the fishing village of Drangsnes. Trekyllisheidin ultra (48K) gives 2 ITRA-points and 2 mountain-points. It has also been accepted as an UTMB qualifying race. Map https://tracedetrail.fr/en/trace/trace/167645

Copyright @ 2002-2021 ITRA, All Rights Reserved